Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Magnús Már Guðmundsson skrifar 8. ágúst 2008 14:24 Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður. Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að sex mánaða nálgunarbann manns, sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, yrði framlengt um þrjá mánuði. Hæstiréttur hafnaði því í gær. Hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson telja að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn muni brjóta gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni eða raski friðar hennar á annan hátt. ,,Jón Steinar er með alveg sérstök viðhorf í þessum málum. Ég held að dómarar og aðrir þurfi að fara í sjálfboðavinnu í viku á neyðarmóttöku Borgarspítalans, Kvennaathvarfinu og Stígamótum til að augu þeirra opnist," segir Atli. Skammast sín Ákærði beitti sambýliskonu sína ofbeldi og sýna myndir og myndbönd merki um miklar barsmíðar. Maðurinn fékk ókunnuga karlmenn til að eiga samræði við sambýliskonu sína gegn vilja hennar. Ákærði myndaði kynferðislegar athafnir mannanna með konunni. Ofbeldið átti sér stað á árunum 2005 til 2007. ,,Ég skammast mín. Almennt séð en ekki sérstaklega út af þessum dómi sérstaklega. Dómurinn í gær er en ein staðfestingin á því að réttarvörslukerfið bregst ekki við kynbundu ofbeldi og heimilisofbeldi sem karla beita konur," segir Atli. Jón Steinar var á móti fyrra nálgunarbanninu Athygli vekur að Jón Steinar var mótfallinn í febrúar að maðurinn yrði úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann. Engu að síður staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbannið með atkvæðum Hjördísar Hákonardóttir og Páls Hreinssonar. Jón Steinar skilaði sératkvæði. ,,Eðli hinna ætluðu brota er með þeim hætti að ekki er sjáanleg hætta á að varnaraðili haldi þeim áfram eftir að sambúðinni er lokið," sagði Jón Steinar í sératkvæði sínu. Í febrúar voru sjónarmið Jóns í minnihluta. Því var öfugt farið í gær þegar að Páll Hreinsson skilaði sératkvæði en hann var fylgjandi því að nálgunarbannið yrði framlengt. Samkvæmt upplýsingum Vísir er það oftast nær þannig að sömu þrír hæstaréttar dómararnir fjalli um sama málið þegar héraðsdómum um nálgunarbann og gæsluvarðaheld er skotið til Hæstaréttar. Það er gert til að koma í veg fyrir vanhæfni dómara endi viðkomandi dómsmál á borði Hæstaréttar. Þetta mun einnig vera gert til að spara tíma sem það tekur fyrir viðkomandi dómara að setja sig sinni í mál. Hæstiréttur er í sumarfríi og fjallar nú aðeins um gæsluvarðhaldsúrskurði og lögræðissviptingar sem upp koma. Áfrýjunarmál verður ekki flutt fyrir réttinum fyrr en í byrjun september. Í gær voru Jón Steinar, Ólafur Börkur og Páll kallaðir til að úrskurða um nálgunarbannið og fjóra gæsluvarðahaldsúrskurði. Hjördís mun hafa verið í fríi.- Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann - Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Sjá meira
Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að sex mánaða nálgunarbann manns, sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, yrði framlengt um þrjá mánuði. Hæstiréttur hafnaði því í gær. Hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson telja að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn muni brjóta gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni eða raski friðar hennar á annan hátt. ,,Jón Steinar er með alveg sérstök viðhorf í þessum málum. Ég held að dómarar og aðrir þurfi að fara í sjálfboðavinnu í viku á neyðarmóttöku Borgarspítalans, Kvennaathvarfinu og Stígamótum til að augu þeirra opnist," segir Atli. Skammast sín Ákærði beitti sambýliskonu sína ofbeldi og sýna myndir og myndbönd merki um miklar barsmíðar. Maðurinn fékk ókunnuga karlmenn til að eiga samræði við sambýliskonu sína gegn vilja hennar. Ákærði myndaði kynferðislegar athafnir mannanna með konunni. Ofbeldið átti sér stað á árunum 2005 til 2007. ,,Ég skammast mín. Almennt séð en ekki sérstaklega út af þessum dómi sérstaklega. Dómurinn í gær er en ein staðfestingin á því að réttarvörslukerfið bregst ekki við kynbundu ofbeldi og heimilisofbeldi sem karla beita konur," segir Atli. Jón Steinar var á móti fyrra nálgunarbanninu Athygli vekur að Jón Steinar var mótfallinn í febrúar að maðurinn yrði úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann. Engu að síður staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbannið með atkvæðum Hjördísar Hákonardóttir og Páls Hreinssonar. Jón Steinar skilaði sératkvæði. ,,Eðli hinna ætluðu brota er með þeim hætti að ekki er sjáanleg hætta á að varnaraðili haldi þeim áfram eftir að sambúðinni er lokið," sagði Jón Steinar í sératkvæði sínu. Í febrúar voru sjónarmið Jóns í minnihluta. Því var öfugt farið í gær þegar að Páll Hreinsson skilaði sératkvæði en hann var fylgjandi því að nálgunarbannið yrði framlengt. Samkvæmt upplýsingum Vísir er það oftast nær þannig að sömu þrír hæstaréttar dómararnir fjalli um sama málið þegar héraðsdómum um nálgunarbann og gæsluvarðaheld er skotið til Hæstaréttar. Það er gert til að koma í veg fyrir vanhæfni dómara endi viðkomandi dómsmál á borði Hæstaréttar. Þetta mun einnig vera gert til að spara tíma sem það tekur fyrir viðkomandi dómara að setja sig sinni í mál. Hæstiréttur er í sumarfríi og fjallar nú aðeins um gæsluvarðhaldsúrskurði og lögræðissviptingar sem upp koma. Áfrýjunarmál verður ekki flutt fyrir réttinum fyrr en í byrjun september. Í gær voru Jón Steinar, Ólafur Börkur og Páll kallaðir til að úrskurða um nálgunarbannið og fjóra gæsluvarðahaldsúrskurði. Hjördís mun hafa verið í fríi.- Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann - Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Sjá meira