Erlent

Björguðu 758 dorgveiðimönnum af rekís

Þyrlur og bátar hafa bjargað 758 veiðimönnum af rekís undan Kyrrahafsströnd Rússlands. Mennirnir voru að dorgveiði á ísnum er hann brotnaði og flekinn sem mennirnir voru á rak til hafs.

Þetta átti sér stað við Shakalin ströndina. Þyrlur björguðu 350 af veiðimönnunum en fiskibátar hinum. Búið var að gefa út aðvaranir um að ísinn væri ótraustur en veiðimennirnir létu það ekki aftra sér frá sunnudagsdorgi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×