Erlent

Íbúar New York vilja afsögn ríkisstjórans

Fjöldi fjölmiðlafólks bíður fyrir utan háhýsið þar sem íbúð ríkisstjórans er á Manhattan.
Fjöldi fjölmiðlafólks bíður fyrir utan háhýsið þar sem íbúð ríkisstjórans er á Manhattan. MYND/AFP

Ný skoðanakönnun sýnir að sjö af hverjum tíu íbúum New York vilja að Eliot Spitzer ríkisstjóri segi af sér eftir að upp komst um tengsl hans við vændishring.

Spitzer og fjölskylda hans halda sig í íbúð sinni á Manhattan í dag en raddir sem krefjast afsagnar hans verða æ háværari.

Samkvæmt könnuninni vilja 66 prósent þeirra sem tóku þátt að Spitzer verði sviptur embætti ef hann hætti ekki sjálfur.

Spitzer komst til metorða sem ríkissaksóknari fyrir baráttu sína gegn hvítflibbaglæpum. Hann vann einnig í nokkrum málum gegn vændishringjum.

Lee Miringoff framkvæmdastjóri Marist College stofnunarinnar sem gerði könnunina sagði AP fréttastofunni að niðurstaðan sýndi hversu óverjandi staða ríkisstjórans væri í augnablikinu.

Þótt Spitzer segi af sér telja 49 prósent þeirra 624 sem tóku þátt í símakönnunninni að hann eigi að sæta ákæru vegna málsins.




Tengdar fréttir

Reiknað er með afsögn ríkisstjórans í New York í dag

Reiknað er með að ríkisstjórinn í New York muni segja af sér í dag. Forystumaður Repúblikana á ríkisþinginu hefur gefið ríkisstjóranum 48 stunda frest til að segja af sér annars muni þingið svipta hann embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×