Erlent

Sakar Continental flugfélagið um manndráp

Hjólabúnaður Concorde flugvélar.
Hjólabúnaður Concorde flugvélar. MYND/AFP
Franskur saksóknari hefur farið fram á að dómarar kæri bandaríska flugfélagið Continental fyrir manndráp vegna flugslyss árið 2000 þegar Concorde-þota brotlenti við París. Saksóknarinn mælti einnig með svipuðum ákærum gegn tveimur starfsmönnum Continental og tveimur frönskum embættismönnum.

Eitt hundrað og þrettán manns létust í slysinu rétt utan við París.

Eldur kviknaði í háhraðaþotu Air France sem brotlenti stuttu eftir flugtak frá Charles de Gaulle flugvelli.

Rannsókn leiddi í ljós að slysið varð þegar málmrönd úr DC-10 flugvél Continental-flugfélagsins reif hjólbarða Concorde þotunnar í flugtaki. Bútar úr hjólbörðunum rifu gat á eldsneytistanka vélarinnar og eldur kviknaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×