Erlent

Sprengja grandar 16 í írak

Ekkert lát er á sprengjuárásum í Írak.
Ekkert lát er á sprengjuárásum í Írak.

Að minnsta kosti 16 farþegar rútu létust þegar sprengja sprakk á vegi í suðurhluta Íraks í dag. Auk hinna látnu slösuðust 22 í árásinni. Farþegarútan var á Basra-Nasiriya veginum um 80 kílómetra suður af Nasiriya þegar sprengjan sprakk.

Í gær létust átta bandarískir hermenn og túlkur í tveimur aðskildum árásum samkvæmt heimildum hersins. Ein árásin átti sér stað í Diyala héraði þar sem þrí hermenn létust og túlkur, en fimm létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×