Erlent

Bandaríkin nútímavæða pólska herinn

George Bush Bandaríkjaforseti.
George Bush Bandaríkjaforseti. MYND/AFP

George Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að hann hefði samþykkt að Bandaríkin myndu hjálpa til við nútímavæðingu pólska hersins. Þetta er hluti af áætlun Bandaríkjamanna um að koma upp alþjóða eldflaugavarnarstöðvum í Póllandi. Bush tilkynnti um áformin eftir viðræður við Donald Tusk forsætisráðherra Póllands í Hvíta húsinu í morgun.

Bush sagði fréttamönnum að Bandaríkin viðurkenndu þörf pólska hersins fyrir nútímavæðingu; „Áður en mín vakt er á enda," sagði forsetinn. Bush lætur af embætti í janúar á næsta ári




Fleiri fréttir

Sjá meira


×