Erlent

Samið um bætur til SAS vegna Dash-óhappa

Ein Dash 8 flugvélanna sem hlekktist á í lendingu í fyrra.
Ein Dash 8 flugvélanna sem hlekktist á í lendingu í fyrra. MYND/AP

Norræna flugfélagið SAS hefur samið við flugvélaframleiðandann Bombardier og dekkjaframleiðandann Goodrich um bætur upp á milljarð sænskra króna, jafnvirði um ellefu milljarða króna, vegna óhappa Dash 8 véla á vegum SAS í haust.

Jafnframt hefur SAS gert samkomulag við Bombardier um kaup á 27 nýjum vélum fyrir rúmlega 700 milljarða íslenskra króna. Fram kemur á fréttavef sænska ríkisútvarpsins að samkomulag SAS og Bombardier feli einnig í sér möguleika fyrir SAS að kaupa 24 flugvélar í viðbót.

SAS hætti í haust að nota Das8/Q400 vélar frá Bombardier eftir að þremur slíkum vélum á vegum SAS hlekktist á í lendingu með stuttu millibili. Voru óhöppin rakin til bilunar í hjólabúnaði.

Hinar nýju vélar frá Bombardier eiga að koma í stað Dash 8 vélanna sem hætt var að nota en nýju tegundina hefur Lufthansa notað lengi með góðum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×