Erlent

Zapatero sjö sætum frá hreinum meirihluta

Þegar nær öll atkvæði höfðu verið talin í spænsku þingkosningunum liggur ljóst fyrir að stjórnarflokkur Jose Zapatero hefur unnið 169 þingsæti eða aðeins 7 sætum frá hreinum meirihluta.

Íhaldsmenn unnu 153 sæti. Í þakkarræðu sinni í gærkvöldi sagði Zapatero að um hreinann sigur væri að ræða og hann lofaði nýjum tímum í spænskum stjórnmálum. Reiknað er með að sósíalistaflokkur Zapatero muni áfram stjórna landinu með stuðningi þjóðernisflokks Katalóníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×