Erlent

Obama vann sannfærandi sigur í Wyoming

Barak Obama vann sannfærandi sigur í forkosningunni í ríkinu Wyoming í gær. Þegar atkvæði höfðu verið talin hafði Obama hlotið 61% atkvæða á móti 38% hjá Clinton.

Wyoming hefur aðeins 12 kjörmenn og undir eðlilegum kringumstæðum vekja úrslit þar litla eftirtekt. Nú vakti kosningin hinsvegar mikla athygli vegna þeirra hatrömmu og jöfnu baráttu sem er á milli Obama og Clinton. Og þar sem fá ríki eiga eftir að kjósa er hver kjörmaður gulls ígildi fyrir þau tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×