Erlent

Líklega kosið í Serbíu ellefta maí

Vojuslav Kostunica sagði af sér í gær.
Vojuslav Kostunica sagði af sér í gær.

Allt stefnir í að kosið verði til þings í Serbíu ellefta maí næstkomandi. Borist Tadic, forseti landsins, tilkynnti á blaðamannafundi í Belgrad í gærkvöldi að hann myndi skipa bráðabirgðastjórn á morgun og leggja síðan til við þing að kosið verði ellefta maí.

Búist er við að það verði samþykkt. Vojislav Kostú-nít-sja, forsætisráðherra Serbíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Hann sagði stjórn sína óstarfhæfa vegna deilna milli stjórnarflokkanna um hvernig taka ætti á einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo-héraðs. Kostú-níts-ja vill uppgjör við Evrópusambandið þar sem fjölmörg ríki þess hafi viðurkennt sjálfstæði Kosovo frá Serbíu.

Tadic vill hins vegar ekki blanda saman deilunni um Kosovo og umsókn Serba um aðild að ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×