Erlent

Kostunica segir af sér

Forsætisráðherra Serbíu, Vojuslav Kostunica, sagði af sér á blaðamannafundi fyrir stundu. Hann segir stjórnarsamstarfið í landinu vera fyrir bí og því sé ekkert annað að gera enn að leysa upp stjórnina.

Stjórnarflokkarnir í Serbíu hafa tekist hart á um hvernig eigi að snúa sér í málefnum Kosovo og ESB og vill flokkur Kostunica fá það á hreint frá ESB að Kosovo verði áfram hluti af Serbíu áður en frekari viðræður fara fram um inngöngu Serbíu í sambandið.

Þetta vilja samstarfsflokkarnir ekki samþykkja enda segja þeir ályktun af því tagi binda enda á inngönguferli landsins inn í ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×