Erlent

Hillary sögð skreyta sig með stolnum fjöðrum

Hillary Clinton gerir mikið úr þáttöku sinni í friðarferlinu á Norður Írlandi. Maður hennar, sem sést í bakgrunni á myndinni, kom þar vissulega mikið við sögu en það er spurning um áhrif Hillary.
Hillary Clinton gerir mikið úr þáttöku sinni í friðarferlinu á Norður Írlandi. Maður hennar, sem sést í bakgrunni á myndinni, kom þar vissulega mikið við sögu en það er spurning um áhrif Hillary.

David Trimble, fyrrverandi forsætisráðherra Norður-Írlands, segir að Hillary Clinton skreyti sig með stolnum fjöðrum. Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur Hillary sagst hafa átt stóran þátt í því að koma á friði á Norður-Írlandi þegar hún var forsetafrú í Hvíta húsinu. Trimble, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir aðkomu sína að málinu, kannast hins vegar ekki við að Hillary hafi lagt mikið af mörkum.

Hann segir Hillary ekki hafa haft neinu formlegu hlutverki að gegna í friðarviðræðunum og segir það því kjánalegt af henni að hreykja sér af árangrinum sem náðist. „Ég veit ekki til þess að hún hafi gert mikið annað en að fylgja Bill Clinton eftir. Hún kom í heimsókn þegar skriður komst á hlutina og hún getur vissulega sagst hafa verið á staðnum en það er munur á því að vera klappstýra eða fyrirliði fótboltaliðsins," segir Trimble í viðtali við Daily Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×