Erlent

Leita réttar til að koma í veg fyrir lestarverkfall

Manfred Schell formaður GDL, verkalýðsfélags lestarstjóra í Þýskalandi á blaðamannafundi Frankfurt fyrr í vikunni.
Manfred Schell formaður GDL, verkalýðsfélags lestarstjóra í Þýskalandi á blaðamannafundi Frankfurt fyrr í vikunni. MYND/AFP

Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn hefur lagt fram lagalega kvörtun fyrir þýskum dómstólum til að koma í veg fyrir verkfall lestarstjóra sem áætlað er í næstu viku. Fréttastofa Reuters hefur eftir þýskum dómsstól í Frankfurt að kvörtunin verði tekin fyrir á mánudagsmorgun.

Verkalýðsfélag lestarstjóra í Þýskalandi GDL hefur hótað verkfalli frá næstu viku í kjölfar mánaðar launadeilu við Deutsche Bahn. Verkalýðsfélagið hafði tryggt launahækkun fyrir 34 þúsund meðlimi sína, en er ekki ánægt með skilmála í samningsdrögum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×