Erlent

Tsjad - Börnin 103 send til foreldra sinna

Kona spyr hermann um barn sitt sem tekið var af góðgerðarsamtökunum.
Kona spyr hermann um barn sitt sem tekið var af góðgerðarsamtökunum. MYND/AFP

Ríkisstjórnin í Tsjad hefur heimilað að börnin 103 sem reynt var að smygla úr landi í október síðastliðinn fái að fara heim. Sex franski meðlimir góðgerðarsamtakanna Örk Zoe voru dæmdir fyrir að tilraun til að ræna börnunum frá Tsjad og segja að þau væru munaðarlaus börn frá hinu stríðshrjáða Darfur héraði í Súdan. Flest barnanna reyndust hins vegar eiga foreldra í Tsjad sem liggur við landamæri Súdan.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í dag að börnunum yrði komið til síns heima af munaðarleysingjahæli í Tsjad við fyrsta tækifæri.

Hjálparstarfsmennirnir voru sendir aftur til Frakklands þar sem þeir munu sitja af sér fangelsisdóminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×