Erlent

Nígaragúa slítur stjórnmálasambandi við Kólombíu

Nígaragúa hefur ákveðið að slíta stjórnmálasambandi sínu við Kólombíu og fylgir þar með í fótspor Ekvador og Venesúela.

Daniel Ortega forseti Nígaragúa segir að ástæðan sé árás Kólombíuhers inn fyrir landamæri Ekvador sem hann kallar pólitískt hryðjuverk. Ortega hefur áður fordæmt árásin harðlega sem og fleiri ríki í Suður Ameríku.

Nú er unnið að því að miðla málum milli Kólombíu og Ekvador á vettvangi Samtaka Ameríkuríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×