Erlent

Berlusconi víkur fyrir sælgætis- og sólgleraugnakóngum

Berlusconi getur huggað sig við að margt bendir til að hann verði forsætisráðherra á ný, en þingkosningar eru á næstunni á Ítalíu.
Berlusconi getur huggað sig við að margt bendir til að hann verði forsætisráðherra á ný, en þingkosningar eru á næstunni á Ítalíu. MYND/AP

Auðkýfingurinn Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítatíu, er ekki lengur ríkasti maður Ítalíu ef marka má lista bandaríska tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heims.

Sá sem velt hefur honum af stalli er Michele Ferrero, eigandi matvælafyrirtækis sem framleiðir meðal annars sælgætið Tic Tac og súkkulaðihnetusmjörið Nutella. Eignir Ferreros nema um 720 milljörðum króna en Berlusconi á um hundrað milljörðum króna minna.

Berlusconi hefur undanfarin tólf ár trónað á toppi listans á Ítalíu enda nær viðskiptaveldi hans til nánast allra þátta ítalsks samfélags. Hann verður hins vegar að láta sér lynda þriðja sætið því næstríkastur er sólgleraugnakóngurinn Leonardo Del Vecchio, en félag hans á meðal annars vörumerkið fræga RayBan.

Berlusconi getur þó huggað sig við það að hann er nítugasti ríkasti maður heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×