Erlent

Segja stjórnvöld hafa rænt hundruðum Tamíltígra

Hermenn á Srí Lanka hafa undanfarin misseri barist við Tamíltígra.
Hermenn á Srí Lanka hafa undanfarin misseri barist við Tamíltígra. MYND/AP

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch telja að stjórnvöld á Srí Lanka hafi á árinu 2006 rænt hundruðum af þegnum sínum og látið þá hverfa.

Flestir þeirra sem saknað er Tamílar og þá einkum ungir karlmenn sem grunur lék á að tilheyrðu Tamiltígrunum. Ríkisstjórn Srí Lanka mótmælir þessu og talsmaður hennar segir að samtökin geri of mikið úr málinu. Þvert á móti hafi þeim sem hverfa sporlaust í landinu farið fækkandi á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×