Erlent

Þýskir hermenn of þungir og reykja of mikið

Þýskir hermenn eru upp til hópa of þungir, reykja of mikið og stunda ekki nægilega hreyfingu til að halda sér í formi.

Þetta er niðurstaða rannsóknar sem kynnt var í þýska þinginu í gær. Það var varnarmálanefnd þingsins sem lét gera þessa könnun og segir að niðurstöður hennar séu áfall.

Í aldurshópnum 18 til 29 ára eru þýskir hermenn að meðaltali mun verr á sig komnir líkamnlega en almennir þegnar landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×