Erlent

Dóttir Önnu Nicole Smith erfir allt eftir móður sína

Dannilynn hin átján mánaða gamla dóttir kynbombunnar heitinnar Önnu Nicole Smith mun erfa allar eigur móður sinnar.

Þetta ákvað hæstaréttardómari í Los Angeles í úrskurði sínum í gær. Sjóður í nafni dótturinnar verður stofnaður og munu faðir Dannilynn og einn af fyrrum kærustum Önnu Nicole stjórna honum í sameiningu þar til stúlkan nær 18 ára aldri.

Eftir töluverðu getur verið að slægjast ef dánarbú Önnu vinnur dómsmál gegn afkomendum milljarðamæringsins Howard Marshall en það hefur staðið yfir árum saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×