Erlent

Chavez hvetur til betri aðbúnaðar FARC gísla

Þingmaður stjórnarandstöðunnar Piedad Cordoba hittir fyrrverandi þingmann Kólumbíu og gíslinn Jorge Eduardo Gechem í fjalllendi í Kólumbíu þar sem þyrlur frá Venesúela sóttu hópinn.
Þingmaður stjórnarandstöðunnar Piedad Cordoba hittir fyrrverandi þingmann Kólumbíu og gíslinn Jorge Eduardo Gechem í fjalllendi í Kólumbíu þar sem þyrlur frá Venesúela sóttu hópinn.

Hugo Chavez forseti Venesúela biðlaði í dag til FARC skæruliðasamtakanna í Kólumbíu að bæta aðstæður háttsetts stjórnmálamanns sem er í haldi þeirra. Þetta kom fram á fundi Chavez í forsetahöllinni með fjórum gíslum sem leystir voru úr haldi mannræningjanna í gær, en forsetinn hafði milligöngu um lausn þeirra.

Ingrid Betancourt er líklega þekktasti gísl skæruliðanna. Hún er fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Kólumbíu og hefur einnig franskan ríkisborgararétt.

Ingrid mun vera mjög veik samkvæmt upplýsingum Gloria Polanco einum gíslanna sem leystir voru úr haldi í gær. Hann sagði á fundinum sem sendur var beint út á þarlendri sjónvarpsstöð að hún væri með lifrarbólgu b og ætti ekki langt eftir.

Betancourt var rænt í febrúar árið 2002. Hún er viss um að verða síðasti gíslinn sem mannræningjarnir sleppi vegna stöðu sinnar. Margir Kólumbíumenn eru sammála þar sem FARC liðar muni líklega nota gildi hennar og vægi í samningum. Þá hefur heimspressan fylgst með gangi mála frá því henni var rænt, og hún og fjölskylda hennar fá mikla athygli, ekki síst frá frönskum stjórnvöldum.

Gíslarnir fjórir sem fengu frelsi í gær voru tárvotir þegar þeir komust úr höndum mannræningjanna. Þeir höfðu verið í haldi í sex ár. Þetta er annar hópurinn sem leystur er úr haldi FARC á þessu ári, en skæruliðasamtökin vilja að alþjóðasamfélagið taki samtökin af lista yfir hryðjuverkamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×