Erlent

William F. Buckley er látinn

Bandaríski rithöfundurinn og álitisgjafinn William F. Buckley er látinn 82 ára að aldri.

Buckley var einn helsti hugsuður íhaldsmanna í Bandaríkjunum á seinnihluta síðustu aldar. Og talið er að skrif hans hafi hjálpað mikið forsetum á borð við Ronald Reagan og George Bush eldri að ná kjöri.

Í eftirmælum sínum um Buckley segir John McCain m.a. að með láti hans hafi frelsið misst en helsta verjenda sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×