Erlent

Grænland tengt við umheiminn

Norræni fjárfestingabankinn og fjarskiptafyrirtækið Tele Greenland hafa undirritað lánasamning um fjármögnun á neðansjávarljósleiðara sem mun tengja Grænland við Kanada og Ísland.

Lagning hins 4.500 kílómetra langa sæstrengs á að tryggja tengingu Grænlands við umheiminn næstu 25 árin. Strengurinn verður tekinn í notkun í byrjun árs 2009.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×