Erlent

Eldhúsið fór í kássu

Það varð heldur lítið úr kvöldmáltíðinni hjá 66 dönskum vist-spilurum sem komu saman í Hróarskeldu í vikunni til spilamennsku. Spilararnir höfðu sett upp pott með 30 kílóum af danskri kássu eða skipperlabskovs , oft kölluð lafglás hérlendis.

Fór ekki betur en svo að þegar verið var að hita kássuna sprakk potturinn með henni í loft upp þannig að kássan dreifðist um allt eldhúsið og víðar. Orsök óhappsins er sögð sú að aðeins of mikið vatn hefði verið í kássunni og að gufuþrýstingur hafi sprengt pottinn.

Enginn slasaðist í sprengingunni en spilurunum bíður ærið verk við skúringar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×