Erlent

Yfir 300 sagði látnir í átökum í Kenía

Yfir þrjú hundruð manns eru nú sagðir látnir í átökum í Kenía eftir forsetakosningar þar í landi 27. desember.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Manntréttindasamtökum Kenía og alþjóðlegu mannréttindasamtökunum FIDH og vísað er í tölur frá óháðum aðilum í landinu.

Deilt hefur verið um hvort rétt hafi verið staðið að forsetakosningunum en í þeim fór Mwai Kibaki, sitjandi forseti, með sigur af hólmi. Talsmaður hans sakaði í dag stuðingsmenn helsta andstæðings Kibakis, Raila Odinga, um að kynda undir ættbálkadeilum í landinu og að standa fyrir þjóðernishreinsunsunum en frambjóendurnir tveir tilheyra ólíkum ættnbálkum.

Þjóðir Evrópu og Bandaríkjastjórn hafa hvatt deilendur til þess að halda ró sinni og reyna að koma í veg fyrir frekari átök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×