Erlent

Vandræði um borð í Queen Victoria

Það þykir boða ógæfu ef kampavínsflaskan brotnar ekki þegar skipi er hleypt af stokkunum. Og það er einmitt raunin í tilfelli Queen Victoria einu nýjasta og dýrasta skemmtferðaskipi heims.

Farþegar í jómfrúrferð skipsins súpa nú seyðið af því að flaskan brotnaði ekki, því skæð og bráð losandi magakveisa geysar nú meðal farþeganna. Eigendur Queen Victoria hafa ekki viljað tjá sig um hvort hin gamla hjátrú eigi við rök að styðjast, eða að aðrar skýringar séu á kveisunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×