Erlent

Fritzl lík­lega á­kærður fyrir þræla­hald

Josef Fritzl verður líklega sóttur til saka fyrir þrælahald. Mynd/ AP.
Josef Fritzl verður líklega sóttur til saka fyrir þrælahald. Mynd/ AP.

Hinn austurríski Josef Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í kjallara í meira en 24 ár og misnotaði hana kynferðislega gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir þrælahald. Þetta hefur fréttastofa Breska ríkisúvarpsins, BBC, eftir saksóknurum í Austurríki.

Samkvæmt slíkri ákæru gæti Fritzl fengið 20 ára fangelsisdóm. Fritzl hefur viðurkennt að hafa getið sjö börn með dóttur sinni, Elisabeth, sem er nú 42 ára gömul. Hún og börn þeirra eru nú í meðferð á geðspítala.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×