Erlent

Bretar búa sig undir storm

Búist er við gríðarlegri vindhæð og hætta er á flóðum á Bretlandseyjum öllum í nótt.
Búist er við gríðarlegri vindhæð og hætta er á flóðum á Bretlandseyjum öllum í nótt.

Íbúar Bretlandseyja búa sig nú undir storm sem gæti orðið sá versti í manna minnum. Bretar um land allt eru beðnir um að halda sig innandyra í nótt á meðan stormurinn gengur yfir og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

Blásið hefur verið til neyðarfundar í Whitehall í London þar sem æðstu embættismenn ræða hvernig best verði hægt að bregðast við storminum en veðurfræðingar spá því að vindurinn geti náð allt að 130 kílómetra hraða á klukkustund auk þess sem honum fylgi helliregn og haglél.

Helst er óttast að strandhéruð verði illa úti þar sem hátt er í sjóinn. Þá hafa flugvellir og ferjuhafnir varað við töfum en líklegt er talið að samgöngur raskist verulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×