Aukin fjárframlög frá KSÍ til barna- og unlingastarfs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. október 2008 12:18 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/E. Stefán Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum að auka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins auk þess sem frestur vegna framkvæmda samkvæmt leyfiskerfi KSÍ er framlengdur. KSÍ er með þessu að bregðast við breyttum aðstæðum í íslensku efnahagslífi eins og segir í fréttatilkynningu frá sambandinu. Kröfur leyfiskerfisins eru óbreyttar en félögum nú gefinn lengri frestur til að mæta þeim. Allt að 140 milljónir króna verða greiddar til félaganna á þessu og næsta ári. Knattspyrnusamband Evrópu leggur 30 milljónir til á þessu ári og KSÍ bætir við 40 milljónum. Tilkynninguna má lesa hér: „Á fundi stjórnar KSÍ 28. október 2008 var ákveðið að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum í íslensku efnahagsumhverfi með því að stórauka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins auk þess sem veittur verður lengri tími til að uppfylla veigamestu þætti í uppbyggingu mannvirkja fyrir áhorfendur skv. leyfiskerfi KSÍ. Það er von KSÍ að þessar ákvarðanir komi sér vel í rekstri aðildarfélaganna. Samþykkt var að veita allt að 140 m. kr. til barna- og unglingastarfs íslenskra knattspyrnufélaga á þessu og næsta ári. Á næstu vikum koma til greiðslu 70 m. kr. fyrir árið 2008 og sama upphæð verður greidd út í lok næsta árs fyrir starfsárið 2009. Knattspyrnusamband Evópu (UEFA) leggur KSÍ til um 30 milljónir króna vegna barna - og unglingastarfs á árinu 2008 og ákvað stjórn KSÍ að leggja til um 40 milljónir til viðbótar þannig að heildarframlag árið 2008 verður því um 70 milljónir króna. Með stórauknu framlagi til barna - og unglingastarfs vill KSÍ standa vörð um hið mikilvæga uppeldisstarf aðildarfélaganna. Úthlutun til einstakra félaga og forsendur framlaga til barna - og unglingastarfs má sjá á meðfylgjandi skjali. Jafnframt samþykkti stjórn sambandsins að leita samþykktar UEFA við því að lengja aðlögunartíma aðildarfélaga er undirgangast leyfiskerfi KSÍ að mannvirkjaákvæðum kerfisins til ársins 2012 í stað ársins 2010. Í mannvirkjakafla leyfiskerfis KSÍ er kveðið á um lágmarks sætafjölda fyrir áhorfendur og yfirbyggingu á áhorfendastúku. Þar er veittur möguleiki á undanþágu frá þeim reglum allt til ársins 2010 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samþykkt stjórnar KSÍ hefur þá þýðingu að möguleiki á undanþágu er framlengdur til upphafs keppnistímabilsins 2012 en með þessu vonast stjórn KSÍ til þess að komið sé til móts við sjónarmið aðildarfélaga KSÍ og sveitarfélaga um að draga úr fjárútlátum til mannvirkjagerðar á meðan óvissuástand ríkir. Jafnframt vonast stjórn KSÍ að ákvörðun þessi skapi betri möguleika fyrir sveitarfélög til þess að standa enn betur að baki rekstri knattspyrnufélaga í landinu. Knattspyrnusamband Íslands tekur undir áskorun menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sem hún sendi frá sér í síðustu viku um eflingu íþróttastarfs vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í íslensku þjóðfélagi. Aðildarfélög eru hvött til að eiga fund með stjórnendum sinna sveitarfélaga og setja upp aðgerðaráætlun sem hrint verði í framkvæmd strax á næstu dögum eða vikum með það að markmiði að auka enn frekar möguleika barna - og unglinga á skipulögðu starfi knattspyrnuhreyfingarinnar. Markmiðið hlýtur að vera að allir fái tækifæri til að vera með óháð efnahag eða félagslegri stöðu og því er mikilvægt að allir taki höndum saman og tryggi aðgang barna - og unglinga að starfsemi knattspyrnufélaganna." Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum að auka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins auk þess sem frestur vegna framkvæmda samkvæmt leyfiskerfi KSÍ er framlengdur. KSÍ er með þessu að bregðast við breyttum aðstæðum í íslensku efnahagslífi eins og segir í fréttatilkynningu frá sambandinu. Kröfur leyfiskerfisins eru óbreyttar en félögum nú gefinn lengri frestur til að mæta þeim. Allt að 140 milljónir króna verða greiddar til félaganna á þessu og næsta ári. Knattspyrnusamband Evrópu leggur 30 milljónir til á þessu ári og KSÍ bætir við 40 milljónum. Tilkynninguna má lesa hér: „Á fundi stjórnar KSÍ 28. október 2008 var ákveðið að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum í íslensku efnahagsumhverfi með því að stórauka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins auk þess sem veittur verður lengri tími til að uppfylla veigamestu þætti í uppbyggingu mannvirkja fyrir áhorfendur skv. leyfiskerfi KSÍ. Það er von KSÍ að þessar ákvarðanir komi sér vel í rekstri aðildarfélaganna. Samþykkt var að veita allt að 140 m. kr. til barna- og unglingastarfs íslenskra knattspyrnufélaga á þessu og næsta ári. Á næstu vikum koma til greiðslu 70 m. kr. fyrir árið 2008 og sama upphæð verður greidd út í lok næsta árs fyrir starfsárið 2009. Knattspyrnusamband Evópu (UEFA) leggur KSÍ til um 30 milljónir króna vegna barna - og unglingastarfs á árinu 2008 og ákvað stjórn KSÍ að leggja til um 40 milljónir til viðbótar þannig að heildarframlag árið 2008 verður því um 70 milljónir króna. Með stórauknu framlagi til barna - og unglingastarfs vill KSÍ standa vörð um hið mikilvæga uppeldisstarf aðildarfélaganna. Úthlutun til einstakra félaga og forsendur framlaga til barna - og unglingastarfs má sjá á meðfylgjandi skjali. Jafnframt samþykkti stjórn sambandsins að leita samþykktar UEFA við því að lengja aðlögunartíma aðildarfélaga er undirgangast leyfiskerfi KSÍ að mannvirkjaákvæðum kerfisins til ársins 2012 í stað ársins 2010. Í mannvirkjakafla leyfiskerfis KSÍ er kveðið á um lágmarks sætafjölda fyrir áhorfendur og yfirbyggingu á áhorfendastúku. Þar er veittur möguleiki á undanþágu frá þeim reglum allt til ársins 2010 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samþykkt stjórnar KSÍ hefur þá þýðingu að möguleiki á undanþágu er framlengdur til upphafs keppnistímabilsins 2012 en með þessu vonast stjórn KSÍ til þess að komið sé til móts við sjónarmið aðildarfélaga KSÍ og sveitarfélaga um að draga úr fjárútlátum til mannvirkjagerðar á meðan óvissuástand ríkir. Jafnframt vonast stjórn KSÍ að ákvörðun þessi skapi betri möguleika fyrir sveitarfélög til þess að standa enn betur að baki rekstri knattspyrnufélaga í landinu. Knattspyrnusamband Íslands tekur undir áskorun menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sem hún sendi frá sér í síðustu viku um eflingu íþróttastarfs vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í íslensku þjóðfélagi. Aðildarfélög eru hvött til að eiga fund með stjórnendum sinna sveitarfélaga og setja upp aðgerðaráætlun sem hrint verði í framkvæmd strax á næstu dögum eða vikum með það að markmiði að auka enn frekar möguleika barna - og unglinga á skipulögðu starfi knattspyrnuhreyfingarinnar. Markmiðið hlýtur að vera að allir fái tækifæri til að vera með óháð efnahag eða félagslegri stöðu og því er mikilvægt að allir taki höndum saman og tryggi aðgang barna - og unglinga að starfsemi knattspyrnufélaganna."
Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira