Tilraunir NASA byggðar á líkum Atli Steinn Guðmundsson skrifar 23. júlí 2008 13:29 Bandaríska geimferðastofnunin NASA notar mannslík við prófanir á nýja Orion-geimfarinu sem ætlað er að flytja menn til tunglsins að nýju árið 2020. Þrjú lík voru notuð við tilraunir við Ohio State-háskólann í fyrra til þess að kanna öryggi nýrra hlífðarbúninga og sæta í geimfarinu og áhrif gríðarlegs þrýstings sem mannslíkaminn verður fyrir þegar farið snýr til baka inn í lofthjúp jarðarinnar. Talsmenn NASA segjast einnig styðjast við árekstrarprófanadúkkur og tölvustýrð hermilíkön við prófanir á Orion-farinu en mannslíkamar séu nauðsynlegir til að kanna til hlítar áhrifin á innri líffæri og mænu geimfaranna. „Það er viðtekin staðreynd á sviði slysalíffræði að eftirlíkingar draga ekki alltaf fram í dagsljósið allan sannleikann um raunveruleg áhrif áverka á mannslíkamann," sagði NASA í yfirlýsingu í frétt af líktilraununum sem raunar birtist fyrst á vef stofnunarinnar. „Mann langar kannski ekki til að hugsa allt of mikið út í þetta en þetta eru læknisfræðilegar tilraunir sem skipta miklu fyrir öryggi áhafna okkar," sagði Lynnette Madison hjá NASA. Líkin voru ekki afhent geimferðastofnuninni sérstaklega en þau eru jarðneskar leifar fólks sem veitti samþykki sitt til læknisfræðilegra tilrauna á líkömum sínum eftir að það fékk hvíldina. Þar með geta hinir dauðvona alið með sér von um að komast að lokum til tunglsins - þó ekki í lifanda lífi. Vísindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Bandaríska geimferðastofnunin NASA notar mannslík við prófanir á nýja Orion-geimfarinu sem ætlað er að flytja menn til tunglsins að nýju árið 2020. Þrjú lík voru notuð við tilraunir við Ohio State-háskólann í fyrra til þess að kanna öryggi nýrra hlífðarbúninga og sæta í geimfarinu og áhrif gríðarlegs þrýstings sem mannslíkaminn verður fyrir þegar farið snýr til baka inn í lofthjúp jarðarinnar. Talsmenn NASA segjast einnig styðjast við árekstrarprófanadúkkur og tölvustýrð hermilíkön við prófanir á Orion-farinu en mannslíkamar séu nauðsynlegir til að kanna til hlítar áhrifin á innri líffæri og mænu geimfaranna. „Það er viðtekin staðreynd á sviði slysalíffræði að eftirlíkingar draga ekki alltaf fram í dagsljósið allan sannleikann um raunveruleg áhrif áverka á mannslíkamann," sagði NASA í yfirlýsingu í frétt af líktilraununum sem raunar birtist fyrst á vef stofnunarinnar. „Mann langar kannski ekki til að hugsa allt of mikið út í þetta en þetta eru læknisfræðilegar tilraunir sem skipta miklu fyrir öryggi áhafna okkar," sagði Lynnette Madison hjá NASA. Líkin voru ekki afhent geimferðastofnuninni sérstaklega en þau eru jarðneskar leifar fólks sem veitti samþykki sitt til læknisfræðilegra tilrauna á líkömum sínum eftir að það fékk hvíldina. Þar með geta hinir dauðvona alið með sér von um að komast að lokum til tunglsins - þó ekki í lifanda lífi.
Vísindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira