Austurríkismenn slegnir óhug Guðjón Helgason skrifar 28. apríl 2008 18:53 Austurríkismenn eru slegnir óhug eftir að 73 ára fjölskyldufaðir játaði í morgun að hafa fangelsað dóttur sína í kjallaradýflissu í nær aldarfjórðung. Þar nauðgaði hann henni ítrekað. Stúlkan ól föður sínum sjö börn. Josef Fritzl gekkst við glæpum sínum í morgun. Árið 1984 gabbaði hann Elísabetu dóttur sína, sem þá var 18 ára, niður í kjallarann á fjölbýlishúsinu þar sem fjölskyldan bjó. Hann gaf henni svefnlyf og handjárnaði hana. Neyddi hana svo til að skrifa fjölskyldunni bréf þar sem hún sagðist hafa hlaupist á heiman og bað um að ekki yrði leitað að sér. Josef gaf út að hún hefði líklega gengið í sértrúarsöfnuð. Sannleikurinn var þó sýnu verri. Hann hafði innréttað fangelsi í kjallaranum og falið innganginn svo vel að í 24 ár grunaði engan neitt. Lögreglan telur að eiginkona Jósefs hafi ekkert um þetta vitað. Elísabet ól föður sínum 7 börn. Eitt dó skömmu eftir fæðingu. Þrjú voru alin upp af Josef og konu hans með skilaboðum frá Elísabetu að hún gæti ekki séð um þau - það hafði faðir hennar þvingað hana til að skrifa. Þrjú börnin máttu dúsa í dýflissunni með móður sinni. Elsta barnið, 19 ára stúlka, veiktist illa fyrir skömmu. Josef lét sem hún hefði verið skilið meðvitundarlaus eftir í íbúð hans með skilaboðum um að hún yrði að komast undir læknishendur. Þegar lögregla lýsti eftir móðurinni með ósk um sjúkrasögu leysti Josef börn sín úr dýflissunni og þá komst allt upp. Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Austurríkismenn eru slegnir óhug eftir að 73 ára fjölskyldufaðir játaði í morgun að hafa fangelsað dóttur sína í kjallaradýflissu í nær aldarfjórðung. Þar nauðgaði hann henni ítrekað. Stúlkan ól föður sínum sjö börn. Josef Fritzl gekkst við glæpum sínum í morgun. Árið 1984 gabbaði hann Elísabetu dóttur sína, sem þá var 18 ára, niður í kjallarann á fjölbýlishúsinu þar sem fjölskyldan bjó. Hann gaf henni svefnlyf og handjárnaði hana. Neyddi hana svo til að skrifa fjölskyldunni bréf þar sem hún sagðist hafa hlaupist á heiman og bað um að ekki yrði leitað að sér. Josef gaf út að hún hefði líklega gengið í sértrúarsöfnuð. Sannleikurinn var þó sýnu verri. Hann hafði innréttað fangelsi í kjallaranum og falið innganginn svo vel að í 24 ár grunaði engan neitt. Lögreglan telur að eiginkona Jósefs hafi ekkert um þetta vitað. Elísabet ól föður sínum 7 börn. Eitt dó skömmu eftir fæðingu. Þrjú voru alin upp af Josef og konu hans með skilaboðum frá Elísabetu að hún gæti ekki séð um þau - það hafði faðir hennar þvingað hana til að skrifa. Þrjú börnin máttu dúsa í dýflissunni með móður sinni. Elsta barnið, 19 ára stúlka, veiktist illa fyrir skömmu. Josef lét sem hún hefði verið skilið meðvitundarlaus eftir í íbúð hans með skilaboðum um að hún yrði að komast undir læknishendur. Þegar lögregla lýsti eftir móðurinni með ósk um sjúkrasögu leysti Josef börn sín úr dýflissunni og þá komst allt upp.
Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira