Erlent

55 látnir eftir skæðar sprengjuárásir

Yfirvöld í Írak segja að 55 hafi látist og 130 til viðbótar særst eftir tvær sprengjur sem sprungu með skömmu millibili á verslunarsvæði í miðborg Bagdad í dag.

Fyrst sprakk vegsprengja í Karrada hverfinu en þegar lögregla og fleira fólk hópaðist að til að hlúa að særðum lét tilræðismaður aftur til skarar skríða og sprengdi sjálfan sig í loft upp i miðjum mannfjöldanum með þeim afleiðingum að enn fleiri létust og særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×