Erlent

Aldrei fleiri þrælar í heiminum

Upp komst um þrælahald í múrsteinaverksmiðju í Kína í fyrra.
Upp komst um þrælahald í múrsteinaverksmiðju í Kína í fyrra. MYND/AFP

Aldrei hafa fleiri manneskjur lifað við þrældóm en nú samkvæmt nýrri bók sem kemur út í dag.

Höfundur hennar er bandaríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn E. Benjamin Skinner. Hann skilgreinir fólk sem þræla sem það er neytt til að vinna án launa eða með hótunum um ofbeldi.

Bent er á að samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafi þrælhald verið bannað í yfir 50 ár. „Fáir í hinum iðnvædda heimi gera sér grein fyrir umfangi nútímaþrælahalds," skrifa Skinner í nýjasta hefti Foreign Affairs.

Hann hefur ferðast um allan heim undanfarin ár og kynnt sér ástandið og segir afar erfitt að fá nákvæmatölu yfir þræla nútímans, en hann giskar á að þeir séu 27 milljónir. Til samanburðar voru mest tæpar fjórar milljónir þræla í Bandaríkjunum á nítjándu öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×