Sigurður Ragnar: Stóðum okkur virkilega vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2008 17:14 Sigurður Ragnar Eyjólfsson á æfingu með íslenska landsliðinu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari sagði eftir leik að hann væri mjög ánægður með íslenska landsliðið sem vann 5-0 sigur á Slóvenum í dag. „Við stóðum okkur virkilega vel. Við skoruðum fimm mörk og höldum hreinu. Þær náðu lítið að ógna markinu okkar." Ísland hefur nú unnið fimm af sex leikjum sínum í undankeppni EM og fengið á sig aðeins tvö mörk en skorað nítján. Eini tapleikurinn og einu mörkin sem Ísland fékk á sig var gegn Slóveníu ytra í fyrra. „Lið Slóveníu er mikið breytt frá því í fyrra. Við sendum njósnara á leik þeirra gegn Grikkjum og þær spiluðu mjög svipað í dag og þá. Við þekktum svo sem ekki mikið til þessa liðs en við leystum þetta mjög vel að mér fannst." Ísland er nú komið með fimmtán stig í riðli sínum í undankeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. Liðið er í öðru sæti og á leik til góða á Frakka sem eru í efsta sæti. Með sigri á Grikkjum á fimmtudaginn dugir Íslandi jafntefli í lokaleiknum gegn Frökkum ytra í haust til að tryggja sér sigur í riðlinum og þar með farseiðilinn til Finnlands. Ísland er þó með sigrinum í dag búið að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti á EM í Finnlandi. Fari svo að Ísland tapi í Frakklandi skiptir þó máli að ná í sem flest stig. „Bestu liðin í öðru sæti riðlanna munu mæta lökustu liðunum í þriðja sæti. Stigafjöldin og markatalan skiptir því gríðarlega miklu máli. Ef við vinnum á fimmtudaginn ættum við að vera í efri kantinum en það eru nokkrir leikir eftir í keppninni og því of snemmt að fullyrða um það. Við þurfum því nauðsynlega að vinna Grikkja og þá með sem allra stærstum mun." Hann hefur engar áhyggjur á að koma leikmönnum aftur á jörðina. „Ég held að það verði ekkert mál. Við höfum spilað mjög vel í öllum leikjum okkar í ár og við munum halda því áfram. Þá gengur þetta allt saman upp hjá okkur." Íslenski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari sagði eftir leik að hann væri mjög ánægður með íslenska landsliðið sem vann 5-0 sigur á Slóvenum í dag. „Við stóðum okkur virkilega vel. Við skoruðum fimm mörk og höldum hreinu. Þær náðu lítið að ógna markinu okkar." Ísland hefur nú unnið fimm af sex leikjum sínum í undankeppni EM og fengið á sig aðeins tvö mörk en skorað nítján. Eini tapleikurinn og einu mörkin sem Ísland fékk á sig var gegn Slóveníu ytra í fyrra. „Lið Slóveníu er mikið breytt frá því í fyrra. Við sendum njósnara á leik þeirra gegn Grikkjum og þær spiluðu mjög svipað í dag og þá. Við þekktum svo sem ekki mikið til þessa liðs en við leystum þetta mjög vel að mér fannst." Ísland er nú komið með fimmtán stig í riðli sínum í undankeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. Liðið er í öðru sæti og á leik til góða á Frakka sem eru í efsta sæti. Með sigri á Grikkjum á fimmtudaginn dugir Íslandi jafntefli í lokaleiknum gegn Frökkum ytra í haust til að tryggja sér sigur í riðlinum og þar með farseiðilinn til Finnlands. Ísland er þó með sigrinum í dag búið að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti á EM í Finnlandi. Fari svo að Ísland tapi í Frakklandi skiptir þó máli að ná í sem flest stig. „Bestu liðin í öðru sæti riðlanna munu mæta lökustu liðunum í þriðja sæti. Stigafjöldin og markatalan skiptir því gríðarlega miklu máli. Ef við vinnum á fimmtudaginn ættum við að vera í efri kantinum en það eru nokkrir leikir eftir í keppninni og því of snemmt að fullyrða um það. Við þurfum því nauðsynlega að vinna Grikkja og þá með sem allra stærstum mun." Hann hefur engar áhyggjur á að koma leikmönnum aftur á jörðina. „Ég held að það verði ekkert mál. Við höfum spilað mjög vel í öllum leikjum okkar í ár og við munum halda því áfram. Þá gengur þetta allt saman upp hjá okkur."
Íslenski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira