Skyggnst í sjúkan hug Fritzl Atli Steinn Guðmundsson skrifar 29. apríl 2008 21:40 Fritzl við fangaklefa sinn. MYND/AP Lið lögreglu, lækna og fólks sem þekkir hinn austurríska Josef Fritzl vinnur nú að því að skilgreina hvernig honum tókst að lifa algjörlega tvöföldu lífi í austurríska smábænum Amstetten þar sem hann hélt dóttur sinni og börnum sem hann átti með henni föngnum í kjallara í tæpan aldarfjórðung. Allt frá 1984 tókst Fritzl að lifa hinu tvöfalda lífi sínu, óáreittur af nágrönnum og yfirvöldum og það, sem meira er, konu sinni, Rosemarie Fritzl sem samkvæmt lögreglu hafði aldrei hugmynd um dýflissuna í kjallaranum. Franz Polzer, talsmaður lögreglunnar, sagði Fritzl vera óvenjulega orkumikinn og stjórnsaman og þeim eiginleikum sínum hefði hann m.a. beitt til að koma fjölskyldu sinni í skilning um að öllum væri stranglega bannað að koma nálægt kjallaranum á heimili þeirra. Sálfræðingurinn Kristina Downing-Orr, sem hefur kynnt sér atferli Fritzl síðan málið varð lýðum ljóst, segir að það sem geri hann hvað mest óhugnanlegan sé hinn ótrúlegi og sjaldgæfi andfélagslegi persónuleiki sem Fritzl hafi fóstrað og kom honum í gegnum öll dagleg samskipti við samferðarmenn sína án þess að þeir yrðu nokkurn tíma nokkurs varir. Neðanjarðarpersónan og hinn Austurríski geðlæknirinn Reinhard Haller telur Fritzl haldinn miklu stórmennskubrjálæði og að hann hljóti að telja sig hafinn langt yfir annað fólk. Enn fremur telur hann Fritzl stjórnast af ríkulegri hvöt til að hafa stjórn á öðrum auk þess sem hann elski sjálfan sig svo jaðri við þráhyggju. Réttargeðlæknirinn Sigrun Rossmanith telur Fritzl eiga sér tvo persónuleika, neðanjarðarpersónuna og hinn sem bjó uppi á yfirborðinu. Kona nokkur sem býr í Amstetten lét þess hins vegar getið að Fritzl hefði ávallt komið fyrir sjónir sem ástríkur afi sem gerði allt sem í hans valdi stæði til að barnabörnunum, sem voru yfirgefin af móður sinni, liði vel. „Við vorum alltaf að velta því fyrir okkur hvers konar móðir gerði slíkt," sagði konan. „Ég get ekki sagt til um það eins og sakir standa," sagði Rudolf Mayer, lögmaður Fritzls, þegar álits hans var leitað um hvort skjólstæðingur hans sýndi einhver merki eftirsjár. CNN greindi frá þessu. Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Lið lögreglu, lækna og fólks sem þekkir hinn austurríska Josef Fritzl vinnur nú að því að skilgreina hvernig honum tókst að lifa algjörlega tvöföldu lífi í austurríska smábænum Amstetten þar sem hann hélt dóttur sinni og börnum sem hann átti með henni föngnum í kjallara í tæpan aldarfjórðung. Allt frá 1984 tókst Fritzl að lifa hinu tvöfalda lífi sínu, óáreittur af nágrönnum og yfirvöldum og það, sem meira er, konu sinni, Rosemarie Fritzl sem samkvæmt lögreglu hafði aldrei hugmynd um dýflissuna í kjallaranum. Franz Polzer, talsmaður lögreglunnar, sagði Fritzl vera óvenjulega orkumikinn og stjórnsaman og þeim eiginleikum sínum hefði hann m.a. beitt til að koma fjölskyldu sinni í skilning um að öllum væri stranglega bannað að koma nálægt kjallaranum á heimili þeirra. Sálfræðingurinn Kristina Downing-Orr, sem hefur kynnt sér atferli Fritzl síðan málið varð lýðum ljóst, segir að það sem geri hann hvað mest óhugnanlegan sé hinn ótrúlegi og sjaldgæfi andfélagslegi persónuleiki sem Fritzl hafi fóstrað og kom honum í gegnum öll dagleg samskipti við samferðarmenn sína án þess að þeir yrðu nokkurn tíma nokkurs varir. Neðanjarðarpersónan og hinn Austurríski geðlæknirinn Reinhard Haller telur Fritzl haldinn miklu stórmennskubrjálæði og að hann hljóti að telja sig hafinn langt yfir annað fólk. Enn fremur telur hann Fritzl stjórnast af ríkulegri hvöt til að hafa stjórn á öðrum auk þess sem hann elski sjálfan sig svo jaðri við þráhyggju. Réttargeðlæknirinn Sigrun Rossmanith telur Fritzl eiga sér tvo persónuleika, neðanjarðarpersónuna og hinn sem bjó uppi á yfirborðinu. Kona nokkur sem býr í Amstetten lét þess hins vegar getið að Fritzl hefði ávallt komið fyrir sjónir sem ástríkur afi sem gerði allt sem í hans valdi stæði til að barnabörnunum, sem voru yfirgefin af móður sinni, liði vel. „Við vorum alltaf að velta því fyrir okkur hvers konar móðir gerði slíkt," sagði konan. „Ég get ekki sagt til um það eins og sakir standa," sagði Rudolf Mayer, lögmaður Fritzls, þegar álits hans var leitað um hvort skjólstæðingur hans sýndi einhver merki eftirsjár. CNN greindi frá þessu.
Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira