Erlent

Játar að hafa sjö sinnum barnað dóttur sína

Óli Tynes skrifar

Sjötíu og þriggja ára Austurríkismaður hefur játað að hafa haldið dóttur sinni fanginni í gluggalausum kjallara í 24 ár og getið með henni sjö börn.

Konan sem nú er 42 ára sagði lögreglunni að hann hefði gabbað hana niður í kjallara í fjölbýlishúsinu þar sem þau bjuggu og byrjað henni svefnlyf og handjárnað hana.

Josef Fritzl sagði lögreglunni á sínum tíma að hún hefði líklega strokið til að ganga í sértrúarsöfnuð. Hann fór hinsvegar reglulega niður í kjallarann þar sem hann nauðgaði henni.

Það þykir furðu sæta að honum skyldi takast að halda þessu leyndu allan þennan tíma, og að konu hans skyldi ekkert gruna. Jafnvel þegar hann tók nokkur barnanna inn á heimili þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×