Sjö marka sigur á Grikkjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2008 16:47 Íslenska landsliðið vann í dag góðan 7-0 sigur á móti máttlitlu liði Grikkja í síðasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2009. Sigurinn þýðir að Ísland dugir jafntefli gegn Frökkum ytra í lokaleik riðilsins í haust til að tryggja sér farseðilinn til Frakklands. Að öðrum kosti er liðið öruggt með sæti í umspilinu og væntanlega mun sigurinn í dag sjá til þess að það verði gegn veikari andstæðingi en ella. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrjú marka Íslands, Margrét Lára Viðarsdóttir tvö, Katrín Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eitt hver. Leiknum var lýst beint hér á Vísi. 18.18 Ísland - Grikkland 7-0 Leiknum er lokið með glæsilegum stórsigri íslenska liðsins, 7-0. 18.09 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára kemst nálægt því að skora sitt 43. mark í sínum 43. landsleik. Dóra María átti fyrirgjöfina frá hægri og Margrét Lára skaut í stöng af stuttu færi. Hún hefur enn fimm mínútur og uppbótartíma til að klára þrennuna. 18.00 Ísland - Grikkland 7-0 Sara Björk Gunnarsdóttir fer af velli og Greta Mjöll Samúelsdóttir kemur inn í hennar stað. Sara Björk skoraði fyrsta mark leiksins og átti afar góðan leik hér í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir í baráttunni.Mynd/Vilhelm 17.58 Ísland - Grikkland 7-0 Áhorfendafjöldi í dag er 5323 manns sem er glæsileg aðsókn. Sú næstmesta í sögu A-landsliðs kvenna. Þess fyrir utan heldur Ísland áfram að sækja nánast linnulaust. 17.53 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára með sjöunda markið í dag. Hún fékk boltann á vítateigslínunni, spændi í sig grísku vörnina og skilaði boltanum í markið. Það er ekkert lát á þessu og þegar þetta er skrifað er strax komin önnur stórsókn hjá íslenska landsliðinu. 17.51 Ísland - Grikkland 6-0 Ísland heldur áfram að raða inn mörkunum. Erla Steina á sendingu inn á teig, Dóra María tekur boltann niður og leggur hann beint fyrir fætur Katrínar Ómarsdóttur sem þrumar knettinum neðst í fjærhornið. 17.43 Ísland - Grikkland 5-0 Edda Garðarsdóttir kemur af velli og í hennar stað kemur Erla Steina Arnardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð. 17.41 Ísland - Grikkland 5-0 Og fimmta markið komið. Ásta Árnadóttir á fyrirgjöfina frá hægri og grískur leikmaður ætlar að hreinsa frá en skýtur hátt upp í loftið. Boltinn skoppar fyrir framan markið og Hólmfríður skallar í markið af stuttu færi á meðan að markvörður Grikklands stendur frosinn á línunni. Þrennan komin hjá Hólmfríði. Dóra María Lárusdóttir skýtur hér að marki.Mynd/Vilhelm 17.38 Ísland - Grikkland 4-0 Fjórða íslenska markið komið eftir að síðari hálfleikur fór nokkuð rólega af stað. Dóra María átti háa fyrirgjöf frá hægri og Hólmfríður Magnúsdóttir var mætt á fjærstöng og skallaði fram hjá gríska markverðinum. Afar snoturt mark. 17.30 Ísland - Grikkland 4-0 Síðari hálfleikur er hafinn og áhorfendur í góðu stuði eftir hálfleiksskemmtun þeirra Gunna Óla og Sjonna Brink. 17.15 Ísland - Grikkland 3-0 Kominn hálfleikur hér í Laugardalnum. Ísland hefur haft mikla yfirburði í leiknum en leikurinn róaðist talsvert síðasta stundarfjórðunginn eftir nánast linnulausar sóknarlotur íslenska liðsins fyrsta hálftímann. 17.04 Ísland - Grikkland 3-0 Grikkir gera skiptingu á liði sínu en annar miðvarða liðsins fer af velli, væntanlega meidd. Margrét Lára hefur farið ansi illa með hana til þessa. En það skal tekið fram einnig að Þóra B. Helgadóttir hefur nánast ekkert að gera í markinu og getur örugglega unnið í taninu í dag. Hún hefur fengið á sig tvö skot að marki til þessa. Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag.Mynd/Vilhelm 16.57 Ísland - Grikkland 3-0 Margrét Lára skorar þriðja mark Íslands. Hún fékk boltann frá Dóru Maríu, sneri á einn varnarmann og skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. Glæsilega gert hjá Margréti Láru sem hefur nú skorað 41 mark í 43 landsleikjum. Hún hefur þar að auki lagt upp hin mörkin tvö í leiknum. 16.52 Ísland - Grikkland 2-0 Margrét Lára á skot í stöng eftir fyrirgjöf Ólínu frá vinstri. Ísland hefur átt ellefu skot að marki á fyrstu 25 mínútum leiksins. 16.43 Ísland - Grikkland 2-0 Dóra María Lárusdóttir og Dóra Stefánsdóttir eiga bæði hættulegar tilraunir að marki með skömmu millibili.16.41 Ísland - Grikkland 2-0 Aftur lagði Margrét Lára upp mark. Hún kom upp frá hægri kantinum, hristi af sér varnarmann eins og ekkert væri og lagði boltann út á Hólmfríði sem þurfti ekkert að gera nema pota honum inn. Glæsilegt hjá Margréti Láru. 16.32 Ísland - Grikkland 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir kemur Íslandi á bragðið eftir laglegan undirbúning Margrétar Láru Viðarsdóttur. 16.28 Ísland - Grikkland 0-0 Leikurinn er hafinn nokkrum mínútum á undan áætlun. Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Íslenska landsliðið vann í dag góðan 7-0 sigur á móti máttlitlu liði Grikkja í síðasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2009. Sigurinn þýðir að Ísland dugir jafntefli gegn Frökkum ytra í lokaleik riðilsins í haust til að tryggja sér farseðilinn til Frakklands. Að öðrum kosti er liðið öruggt með sæti í umspilinu og væntanlega mun sigurinn í dag sjá til þess að það verði gegn veikari andstæðingi en ella. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrjú marka Íslands, Margrét Lára Viðarsdóttir tvö, Katrín Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eitt hver. Leiknum var lýst beint hér á Vísi. 18.18 Ísland - Grikkland 7-0 Leiknum er lokið með glæsilegum stórsigri íslenska liðsins, 7-0. 18.09 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára kemst nálægt því að skora sitt 43. mark í sínum 43. landsleik. Dóra María átti fyrirgjöfina frá hægri og Margrét Lára skaut í stöng af stuttu færi. Hún hefur enn fimm mínútur og uppbótartíma til að klára þrennuna. 18.00 Ísland - Grikkland 7-0 Sara Björk Gunnarsdóttir fer af velli og Greta Mjöll Samúelsdóttir kemur inn í hennar stað. Sara Björk skoraði fyrsta mark leiksins og átti afar góðan leik hér í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir í baráttunni.Mynd/Vilhelm 17.58 Ísland - Grikkland 7-0 Áhorfendafjöldi í dag er 5323 manns sem er glæsileg aðsókn. Sú næstmesta í sögu A-landsliðs kvenna. Þess fyrir utan heldur Ísland áfram að sækja nánast linnulaust. 17.53 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára með sjöunda markið í dag. Hún fékk boltann á vítateigslínunni, spændi í sig grísku vörnina og skilaði boltanum í markið. Það er ekkert lát á þessu og þegar þetta er skrifað er strax komin önnur stórsókn hjá íslenska landsliðinu. 17.51 Ísland - Grikkland 6-0 Ísland heldur áfram að raða inn mörkunum. Erla Steina á sendingu inn á teig, Dóra María tekur boltann niður og leggur hann beint fyrir fætur Katrínar Ómarsdóttur sem þrumar knettinum neðst í fjærhornið. 17.43 Ísland - Grikkland 5-0 Edda Garðarsdóttir kemur af velli og í hennar stað kemur Erla Steina Arnardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð. 17.41 Ísland - Grikkland 5-0 Og fimmta markið komið. Ásta Árnadóttir á fyrirgjöfina frá hægri og grískur leikmaður ætlar að hreinsa frá en skýtur hátt upp í loftið. Boltinn skoppar fyrir framan markið og Hólmfríður skallar í markið af stuttu færi á meðan að markvörður Grikklands stendur frosinn á línunni. Þrennan komin hjá Hólmfríði. Dóra María Lárusdóttir skýtur hér að marki.Mynd/Vilhelm 17.38 Ísland - Grikkland 4-0 Fjórða íslenska markið komið eftir að síðari hálfleikur fór nokkuð rólega af stað. Dóra María átti háa fyrirgjöf frá hægri og Hólmfríður Magnúsdóttir var mætt á fjærstöng og skallaði fram hjá gríska markverðinum. Afar snoturt mark. 17.30 Ísland - Grikkland 4-0 Síðari hálfleikur er hafinn og áhorfendur í góðu stuði eftir hálfleiksskemmtun þeirra Gunna Óla og Sjonna Brink. 17.15 Ísland - Grikkland 3-0 Kominn hálfleikur hér í Laugardalnum. Ísland hefur haft mikla yfirburði í leiknum en leikurinn róaðist talsvert síðasta stundarfjórðunginn eftir nánast linnulausar sóknarlotur íslenska liðsins fyrsta hálftímann. 17.04 Ísland - Grikkland 3-0 Grikkir gera skiptingu á liði sínu en annar miðvarða liðsins fer af velli, væntanlega meidd. Margrét Lára hefur farið ansi illa með hana til þessa. En það skal tekið fram einnig að Þóra B. Helgadóttir hefur nánast ekkert að gera í markinu og getur örugglega unnið í taninu í dag. Hún hefur fengið á sig tvö skot að marki til þessa. Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag.Mynd/Vilhelm 16.57 Ísland - Grikkland 3-0 Margrét Lára skorar þriðja mark Íslands. Hún fékk boltann frá Dóru Maríu, sneri á einn varnarmann og skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. Glæsilega gert hjá Margréti Láru sem hefur nú skorað 41 mark í 43 landsleikjum. Hún hefur þar að auki lagt upp hin mörkin tvö í leiknum. 16.52 Ísland - Grikkland 2-0 Margrét Lára á skot í stöng eftir fyrirgjöf Ólínu frá vinstri. Ísland hefur átt ellefu skot að marki á fyrstu 25 mínútum leiksins. 16.43 Ísland - Grikkland 2-0 Dóra María Lárusdóttir og Dóra Stefánsdóttir eiga bæði hættulegar tilraunir að marki með skömmu millibili.16.41 Ísland - Grikkland 2-0 Aftur lagði Margrét Lára upp mark. Hún kom upp frá hægri kantinum, hristi af sér varnarmann eins og ekkert væri og lagði boltann út á Hólmfríði sem þurfti ekkert að gera nema pota honum inn. Glæsilegt hjá Margréti Láru. 16.32 Ísland - Grikkland 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir kemur Íslandi á bragðið eftir laglegan undirbúning Margrétar Láru Viðarsdóttur. 16.28 Ísland - Grikkland 0-0 Leikurinn er hafinn nokkrum mínútum á undan áætlun.
Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira