Erlent

Nektarmynd af frönsku forsetafrúnni seld fyrir metfé

Fimmtán ára gömul nektarmynd af frönsku forsetafrúnni var seld á yfir sex milljónir króna á uppboði hjá Christie í London.

Myndin, af fyrirsætunni fyrrverandi Cörlu Bruni, var tekin af ljósmyndaranum Michel Compte árið 1993 og er svart-hvít. Verðið sem myndin seldist á var þrjátíu sinnum hærra en uppboðshúsið reiknaði með að fengist fyrir hana.

Andvirið rennur til svissnesku góðgerðarsamtakana Sodis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×