Erlent

Útgönguspár benda til sigurs Karamalis

Útlit er fyrir að Costa Karamanlis hafi tryggt sér annað kjörtímabil í stóli forsætisráðherra Grikklands.
Útlit er fyrir að Costa Karamanlis hafi tryggt sér annað kjörtímabil í stóli forsætisráðherra Grikklands. MYND/AP

Útgönguspár eftir þingkosningar í Grikklandi benda til þess að Nýi lýðræðisflokkurinn, íhaldsflokkur forsætisráðherrans Costas Karamanlis, hafi tryggt sér nógu mörg þingsæti til þess að halda áfram völdum.

Útgönguspárnar sýna að flokkurinn fái tæp 42 prósent í kosningunum og 152 þingsæti af þrjú hundruð á gríska þinginu. Þar á eftir kemur sósíalistaflokkurinn undir forystu George Papandreous með 38 prósent atkvæða.

Þetta er þvert á það sem skoðanakannanir bentu til fyrir nokkrum vikum en þá var gríska ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við skógareldum sem urðu tugum að bana í landinu í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×