Erlent

Flugvél brotnaði í tvennt í lendingu í Taílandi

Farþegaflugvél hrapaði til jarðar á flugvelli við Phuket-strönd í Taílandi í morgun og er óttast að fjöldi fólks hafi látist. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC voru 123 farþegar í flugvélinni og skall hún harkalega til jarðar þegar flugmenn hugðust lenda henni í vondu veðri. Hún brotnaði í tvennt.

Sky-fréttastofan segir að 20 hið minnsta hafi slasast og einhverjir látist. Vélin var á leið frá Bangkok þegar flugmenn óskuðu eftir því að lenda í Phuket, sem er vinsæll ferðamannastaður á Taílandi. Sky segir vélina vera frá Orient Tahi Airways. Björgunarmenn eru nú að störfum á flugvellinum en eldur kom upp í vélinni þegar hún lenti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×