Erlent

Þrír látnir í sprengingu á Indlandi

Öryggissveitir fyrir utan Dargah Sharif eftir sprenginguna í dag.
Öryggissveitir fyrir utan Dargah Sharif eftir sprenginguna í dag. MYND/Getty images
Að minnsta kosti þrír eru látnir og 20 slasaðir eftir sprengju við mosku í Rajasthan héraði á Indlandi. Sprengjan sprakk fyrir utan Dargah Sharif helgiskrínið í Amjer borg rétt eftir að daglegt hlé var gert á föstu Ramadan mánaðar sem senn er á enda. Að minnsta kosti 500 manns voru inni í helgidómnum þegar sprengjan sprakk samkvæmt heimildum CNN. Lögrelgan segir að svo virðist sem sprengjan hafi verið falin í nestisboxi. Hún minni mjög á sprengingu í Hyderabad moskunnni í maí síðastliðnum þar sem 11 létust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×