Erlent

Stríð í Afríku kostar jafnmikið og þróunaraðstoð

Hermenn í Eþíópíu.
Hermenn í Eþíópíu. MYND/AP
Ný skýrsla um stríðsátök í Afríku greinir frá því að þróunarmál síðustu 15 ár hafi kostað álfuna 300 milljarða bandaríkjadala. Kostnaðurinn er jafnhár fjárhæðum sem bárust á tímabilinu í þróunaraðstoð. Það var hópur sjálfstæðra samtaka sem stóðu að rannsókninni, þar á meðal Oxfam, alþjóðasamtakin sem berjast gegn fátækt. Þetta er í fyrsta sinn sem kostnaður vegna afleiðinga stríðs á þróun er reiknaður út. Á árunum 1990 til 2005 áttu 23 þjóðir álfunnar í átökum sem kostuðu að meðaltali 18 milljarða bandaríkjadali á ári Í skýrslunni segir að ríkisstjórnir Afríku hafi tekið uppörvandi skref til að ná tökum á vopnaflutningi. Það sem þurfi til viðbótar sé alþjóðlegur sáttmáli um vopnaflutninga sem sé lagalega bindandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×