Erlent

Of mikið af brjóstunum á breska þinginu

Jacqui Smith innanríkisráðherra Bretlands hefur viðurkennt að sennilega sýni hún of mikið af brjóstum sínum í umræðutímum á breska þinginu.

Hún segir að það hafi komið sér á óvart hve margir þingmanna glápi sí og æ á brjóstaskoru sína og að nokkrir þeirra hafi komið að máli við sig og sagt að hún sýni of mikið af henni.

Í viðtali á útvarpsstöðinni Radio 4 kveðst frú Smith hafa svarað þessu með því að segja viðkomandi að fá sér líf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×