Erlent

Þriðji hver Breti ekki farið á Netið

Eldra fólk er hærtt við tölvur
Eldra fólk er hærtt við tölvur

Ungir. ríkir og menntaðir nota internetið mest en eldra fólk, fátækir og ómenntaðir minna. Þetta kemur fram í nýrri sýrslu bresku Hagstofunnar. Skýrsla sýnir í auknum mæli muninn á milli ríkra og fátækra þar í Bretlandi. Mikill minnihluti fólks yfir fimmtugt hefur aldrei komið nálægt tölvu. Einn af hvejrum tólf hefur ekki aðgang að netinu, farsíma eða stafrænu sjónvarpi. Meirihluti eldra fólks segist ekki hafa sjálfstraust til að læra á tölvu, eða sjá ekki tilganginn í því að læra á hana. Þriðji hver Breti segist aldrei hafa notað internetið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×