Erlent

Stal fyrir insúlíni

Mynd eftir Leonardo da Vinci, þó ekki ein þeirra sem var stolið.
Mynd eftir Leonardo da Vinci, þó ekki ein þeirra sem var stolið.

Listaverkaþjófur var settur í fangelsi í fimm ár eftir að upp komst um 200 listaverk metin á fimm milljón dollara væru horfin úr listaverkasafni í St. Petersburg. Kona mannsins vann á safninu og höfðu þau í sameiningu stolið verkum þaðan í mörg ár. Að sögn mannsins gerðu þau það aðeins til þess að geta keypt insulin handa konunni, en hún dó úr hjartaáfalli eftir að upp komst um þjófnaðinn. Á meðal verka sem skötuhjúin stálu voru verk eftir Leonardo da Vinci og Claude Monet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×