Erlent

Fjölskyldur fimm Breta biðja fyrir lausn gíslanna

Mannræningjarnir vilja breska hermenn burt frá Írak.
Mannræningjarnir vilja breska hermenn burt frá Írak.

Fjölskyldur og vinir fimm Breta sem er haldið í gíslingu í Írak sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem mannræningarnir eru beðnir um að sleppa gíslunum heilum á húfi.

Í gær birtu mannræningjarnir myndskeið af einum gíslanna. Á myndskeiðinu hótuðu mannræningjarnir, sem eru úr hópi Shia múslima, að þeir myndu drepa einn af gíslunum ef breskar hersveitir myndu ekki yfirgefa Írak innan 10 daga.

Í yfirlýsingu ættingja gíslanna kom fram að þeir gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja lausn gíslanna. „Þeir eru sífellt í huga okkar," sagði í yfirlýsingunni.

Breska utanríkisráðuneytið hefur fordæmt þær hótanir sem komu fram á myndskeiðinu í gær

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×