Erlent

Olíuframleiðsluríkin auka ekki framleiðslu sína

MYND/Reuters

OPEC-ríkin auka ekki olíuframleiðslu sína. Þetta er niðurstaða fundar 13 olíuframleiðslulandanna í Abu Dhabi sem lauk í gærkvöldi.

Ali Naimi, olíumálaráðherra Saudi Arabíu, segir að enn hafi ekkert gerst sem réttlæti aukna olíuframleiðslu eða að dregið verði úr henni. Miklar kröfur hafa verið gerðar til OPEC um að auka framleiðsluna sökum hins háa olíuverðs. Þeim kröfum verður ekki sinnt að sinni en næsti fundur OPEC er áformaður í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×