Erlent

Fortíðin fellir einn af frambjóðendum Repúblikana

Dagar Mike Huckabee sem frambjóðenda til forsetaefnis repúblikana eru senn taldir.

Mike, sem er ríkisstjóri Arkansas, var talinn eiga nokkrar vonir um útnefningu en nú hefur fortíðin bankað upp á.

Í ljós hefur komið að skömmu eftir að Mike varð ríkisstjóri árið 1996 gerði hann kröfu um að kynferðisbrotamanninum Wayne Dumond yrði sleppt úr haldi. Það leið ekki á löngu áður en Wayne nauðgaði og myrti aðra konu. Dóttir þeirrar konu hefur komið fram opinberlega og sagt að móðir sín væri enn á lífi ef ákvörðun Mike hefði ekki komið til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×