Sprengja átti Nørreport lestarstöðina á næstu dögum Sighvatur Jónsson skrifar 9. september 2007 19:00 Líklegt er að sprengiefnið sem danska leyniþjónustan fann í hryðjuverkaaðgerðunum í Kaupmannahöfn aðfaranótt þriðjudags hafi átt að nota á næstu dögum til að sprengja upp Nørreport lestarstöðina. Margir Íslendingar þekkja Nørreport lestarstöðina. Á hverjum sólarhring ferðast um stöðina jafnmargir og búa á Íslandi, 300.000 manns. Ekstrablaðið hefur eftir heimildarmönnum sem þekktu til aðgerða leyniþjónustunnar, að lestarstöðin hafi verið skotmark hinna meintu hryðjuverkamanna. Politiken hefur eftir efnafræðingi að TATP, sprengiefnið, sem fannst í íbúð annars þeirra tveggja sem nú sitja í varðhaldi, hafi stuttan endingartíma því það gufi mjög fljótt upp. Við ákveðnar aðstæður getir sprengiefnið enst lengur, jafnvel nokkra mánuði. Hvort slíkar aðstæður voru fyrir hendi í íbúðinni þar sem sprengiefnið fannst hefur ekki komið fram. En danska leyniþjónustan lét til skarar skríða mjög snögglega, vegna þess sem hún kallaði „yfirvofandi hættu af varðveislu óstöðugs sprengiefnis í mannmörgu íbúðahverfi". Faðir annars þeirra tveggja sem sitja í varðhaldi í Kaupmannahöfn segir að sonur sinn sé saklaus: „Sonur minn kom ekki nálægt neinu sem fjallað var um í sjónvarpinu." Tveir 21 árs menn voru dæmdir í 27 daga gæsluvarðhald eftir handtökurnar aðfaranótt þriðjudagsins. Annar er leigubílstjóri og hinn lestarstarfsmaður. Danskir fjölmiðlar segja tengsl milli þeirra og manna sem hafa komið við sögu í tveimur öðrum hryðjuverkamálum í Danmörku. Réttarhöld eru nýhafin í öðru málinu, því sem tengist Vollsmose hverfinu í Óðinsvéum. Verjendur sakborninga setja spurningamerki við þátt tálbeitu lögreglu. Bjørn Elmquist, verjandi, bendir þannig á að sakborningar hafi ekki niðurhalað hryðjuverkaefni fyrr en eftir að tálbeita lögreglunnar kom til sögunnar. Einn sakborninga segist treysta á að danska réttarkerfið sýkni hann og aðra sakborninga í málinu: „Ég get ekki ímyndað mér hvernig það yrði ef ég yrði fundinn sekur." Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Sjá meira
Líklegt er að sprengiefnið sem danska leyniþjónustan fann í hryðjuverkaaðgerðunum í Kaupmannahöfn aðfaranótt þriðjudags hafi átt að nota á næstu dögum til að sprengja upp Nørreport lestarstöðina. Margir Íslendingar þekkja Nørreport lestarstöðina. Á hverjum sólarhring ferðast um stöðina jafnmargir og búa á Íslandi, 300.000 manns. Ekstrablaðið hefur eftir heimildarmönnum sem þekktu til aðgerða leyniþjónustunnar, að lestarstöðin hafi verið skotmark hinna meintu hryðjuverkamanna. Politiken hefur eftir efnafræðingi að TATP, sprengiefnið, sem fannst í íbúð annars þeirra tveggja sem nú sitja í varðhaldi, hafi stuttan endingartíma því það gufi mjög fljótt upp. Við ákveðnar aðstæður getir sprengiefnið enst lengur, jafnvel nokkra mánuði. Hvort slíkar aðstæður voru fyrir hendi í íbúðinni þar sem sprengiefnið fannst hefur ekki komið fram. En danska leyniþjónustan lét til skarar skríða mjög snögglega, vegna þess sem hún kallaði „yfirvofandi hættu af varðveislu óstöðugs sprengiefnis í mannmörgu íbúðahverfi". Faðir annars þeirra tveggja sem sitja í varðhaldi í Kaupmannahöfn segir að sonur sinn sé saklaus: „Sonur minn kom ekki nálægt neinu sem fjallað var um í sjónvarpinu." Tveir 21 árs menn voru dæmdir í 27 daga gæsluvarðhald eftir handtökurnar aðfaranótt þriðjudagsins. Annar er leigubílstjóri og hinn lestarstarfsmaður. Danskir fjölmiðlar segja tengsl milli þeirra og manna sem hafa komið við sögu í tveimur öðrum hryðjuverkamálum í Danmörku. Réttarhöld eru nýhafin í öðru málinu, því sem tengist Vollsmose hverfinu í Óðinsvéum. Verjendur sakborninga setja spurningamerki við þátt tálbeitu lögreglu. Bjørn Elmquist, verjandi, bendir þannig á að sakborningar hafi ekki niðurhalað hryðjuverkaefni fyrr en eftir að tálbeita lögreglunnar kom til sögunnar. Einn sakborninga segist treysta á að danska réttarkerfið sýkni hann og aðra sakborninga í málinu: „Ég get ekki ímyndað mér hvernig það yrði ef ég yrði fundinn sekur."
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Sjá meira