Enski boltinn

Solskjær ætlar að spila út næstu leiktíð

NordicPhotos/GettyImages

Norski markaskorarinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United hefur gefið það út að hann muni að öllum líkindum leggja skóna á hilluna eftir næsta keppnistímabil. Hann er 34 ára gamall og samningur hans við félagið rennur út sumarið 2008.

Solskjær hefur verið hjá United í 11 ár og er nafn hans grafið fast í sögubækur félagsins eftir sigurmark hans í Meistaradeildinni árið 1999. Hann er nú kominn á fullt á ný eftir að hafa verið meiddur í meira og minna þrjú ár, en endurkoma hans hefur verið ótrúleg. Hann hefur alls skoraði 128 mörk fyrir United síðan hann gekk í raðir liðsins árið 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×