Enski boltinn

Stuðningsmenn West Ham grýttu rútu Chelsea

Lampard kippti sér ekki upp við grjótkastið á Upton Park í gær
Lampard kippti sér ekki upp við grjótkastið á Upton Park í gær NordicPhotos/GettyImages

Leikmenn Chelsea fengu óblíðar móttökur í gær þegar þeir mættu á Upton Park til að spila við granna sína í West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Múrsteini var grýtt inn um rúðu bílsins sem flutti Chelsea á svæðið. Frank Lampard, fyrrum leikmaður West Ham, vildi ekki gera mikið úr atvikinu.

"Múrsteini var kastað í rúðuna á rútunni og hann splúndraði glerinu. Það kom hár hvellur og okkur brá nokkuð - en við erum ekkert að velta okkur upp úr þessu. Svona er þetta stundum í fótboltanum, tilfinningahitinn er mikill," sagði Lampard, en stuðningsmenn West Ham bauluðu á bæði hann og Joe Cole, sem báðir léku eitt sinn með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×